Monday, October 20, 2003

Jæja, það voru kannski eitthverjir sem héldu að ég myndi ekki standa mig í stykkinu sem “blogg-ari” en svona til þess að sanna að þið hafið rangt fyrir ykkur þá ætla ég að halda áfram.


Að venju þá hefur mjög margt á daga mína drifið, fékk výja vinnu um daginn sem fjármálaráðgjafi hjá stærsta fjármálafyrirtæki í heimi sem heitir Citigroup, en ég hætti 3 dögum seinna þar sem að ég komst að því að þetta var ekki alveg það sem að ég vildi, en ágætt að sjá þetta aðeins.


Annars er bara soldið mikið að gera í skólanum og vinnunni líka, en þó reynir maður að hafa tíma fyrir “hobbýin” eða kannski þetta eina “hobbý” sem verður að kallast drykkja, með smá blöndu af því að spila pool og horfa á fótbolta. Reyndar er ég búinn að fylgjast soldið með hafanrboltanum upp á síðkastið þar sem að mitt heimalið Florida Marlins eru einmitt að keppa til úrslita um “heimsmeistaratitilinn” við NY Yankees og það er svaka spennó!

En já maður kvartaði nú mikið yfir því hér áður að fylleríin hérna væru ekki nógu íslensk en nú er kominn sá tími að fylleríin hér eru farin að verða íslenskari en þau íslensku, sem er kannski gott mál en samt ekki. Er tvisvar búinn að vakna stórslasaður á hausnum á síðustu 3 vikum og er víst ekki búinn að koma of vel fram við nágrannana, sérstaklega eina þrítuga stúlku sem kom í heimsókn til okkar, en það er víst önnur saga...


En er eitthver hérna sem langar að setja þessa síðu upp fyrir mig, svona linka teljara og læti.

...allavega bara stay black þangað til næst

Monday, October 06, 2003

...ok er það þá ekki bara að koma sér að efninu.


alveg hellingur búinn að ske hérna, fór á aerosmith/kiss tónleika ásamt hýrum frænda mínum og það var bara konungleg skemmtun.

síðan ´fyrir um 2 vikum komst ég að því að ég var búinn að vera fullur allavega annan hvern dag síðan að ég kom út, og ég sem ætlaði að minnka drykkjuna. þaðnnig að ég hætti að drekka.

...en síðasta föstudag þá klessti ég bílinn minn og það á að kosta um hálfa millu að gera við hann, og fjanndinn þá féll maður og þá var sko fengið sér í glas. fengum nokkra nágranna okkar í heimsókn, einhverja snobbkonu sem var um 35 ára og vann sem pólitískur ráðgjafi, og gerir jafnvel enn, en hún var siðan bara ágætt og...

en þetta blogg er nú soldið þreytandi.


annars skal ég skrifa meira seinna og þá kannski klára söguna
bíddu hvað er að gerast, er ég að ganga í þetta samfélag???


...ég hélt að ég væri að fara að blogga hjá bogga, en þá kemur bara "name your blog" og hvað er allt að verða vitlaust, við sjáum bara til

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com