Wednesday, November 26, 2003

jæja þá er ég að verða súperbloggari, veit nú þó ekki hvort að það sé eitthvað jákvætt, en allavega þá er ég kominn með könnun og bara allar græjur þannig að VÚ... Vill benda á það að þessi könnun er ekkert sem að mér endinlega finnst, bara svona að taka púlsinn á fólkinu.

En ef að það er eitthver þarna sem mér finnst skemmtilegur og ætlar að fara til Ny og/eða london í janúar eða eitthvern tíman í vor þá endinlega hafa samband þar sem ég er að spá í að sleppa skíðaferðinni minni og fara í smá borgartúr, en nenni eiginlega ekki að þvælast um einn.

Síðan er það lag með hljómsveit vikunar, Tears for Fears en það eru 2 í þetta skipti og það eru lögin Head over Heels og I know this much is true alveg þvílíkir slagarar!
ÆÆ...

Skilst að það sé orðið voðalega kalt á Ís landinu, eða allavega talar Boggi mikið um það, getur kannski bara verið að hann sé svona mikil kelling! En svona bara til að láta ykkur vita þá er um 26 stiga hiti hérna meginn og mér líður bara ágætlega!

En nú er þakkagjörðardagur á morgun og vei! ég verð að sjálfsögðu að vinna, en yfirmaður minn er svo yndisslegur að leyfa mér að hætta snemma og bauð mér meira að segja í matinn heim til sín sem verður vonandi gaman.


Monday, November 24, 2003

Vei! þá er síðan bara tilbúinn, þó að hún sé nú reyndar ekki fullkomin en það skiptir víst ekki öllu, en það er eins og eitthver sagði...

Practice makes perfect, but why practice, nobody´s perfect!

Held að þetta séu einkunarorð hans Sindra, en annars þá er maður bara hérna að reyna að lesa, er einmitt að fara í accounting próf á morgun og þetta er algjört helvíti! vill nú samt meina að þetta sé allt kennaranum að kenna enda er hann fáviti! En síðann er nú þakkagjörðardagurinn á fimmtudaginn og þá verður svaka fjör.

En jæja nú verður vikulegur liður hér á síðunni, sem er hljómsveit vikunnar, eða jafnvel "band" vikunnar það er kannski meira svona hip, því alltaf er maður að reyna að fylgja straumunum og reyna að vera kúl, því ef maður er ekki kúl, ja hvað er maður þá?!

já hljómsveit vikunnar er einmitt Tears for fears og ætti að vera óþarfi að kynna, en lag dagsins með þeim er shout sem að var nú laglega vinsælt hérna á sínum tíma og er jafnvel enn.
ok, er að reyna að breyta síðunni til að gera hana betri í markaðssetningu og annað, þannig að ef hún er hörmung þá fokkið ykkur

Thursday, November 20, 2003

jæja þá var leikurinn ísland vs. mexico að klárast og hér fylgdust menn spenntir með á eitthverri spænskri sjónvarpsstöð og 0-0. við hefðum nú getað unnið, en hefðum alveg getað tapað líka, ég var reyndar búinn að spá 5-0 fyrir Mexico, þannig að við sluppum kannski með skrekkinn!

Saturday, November 15, 2003

ok, þetta er nú ekki alveg að koma, en batnandi manni er best að lifa stóð eitthversstaðar.

Þá er maður loksins að fá internetið, það hafa verið miklar vangaveltur á heimilinu um hvernig net við ættum að fá okkur, en þar sem að við erum ekki með heimilissíma þá getum við ekki fengið okkur DSL, þannig að þá er bara kapallinn sem á að koma í gagnið á miðvikudaginn. Eða kapal kallinn á að koma á miðvikudaginn milli 12 og 5 sem er náttúrulega fáránlegt. En eftir það þá mun ég verða virkasti bloggari í heimi!!!

En annars er þ.að að frétta að mér líður illa! ætluðum að fara "aðeins" út í gær sem endaði með því að við komum heim um 7leytið og nú er í vinnunni en nenni því eiginlega ekki. En í gær byrjuðum við á því að chilla með hljómsveitinni ONE sem á að vera eitthvað voða heit þessa dagana, eru einmitt að fara á túr með hljómsveitinni disturbed held ég eitthverstaðar á vesturströndinni, en allavega vorum á eitthverjum rokkbar út í sveit, og þar áttaði ég mig á því að ég er ekki pönk rokkari! og var ekki alveg að belonga. Ég vildi nú bara Neil young eða Fleetwood. Þannig að við fórum í borgina og flökkuðum á milli dansklúbbana og það var svakafjör og ölvun var ofmikil og þar sem að maður var nýbúinn að fá útborgað og með kredikortið hans pabba þar að auki þá var ákveðið að fara á strippstað, sem var mjög slæm ákvörðun þegar maður lítur á það í dag! En eftir það var ákveðið að' fara út að borða klukkan svona 6 í morgun, þannig að við fórum og þegar við vorum búnir að vera þarna í svona korter þá áttuðum við okkur á því að við vorum einu hvítu mennirnir á staðnum sem var ekki alveg að blíva! þannig að það var bara drifið sig heim...
síðan var ég vakinn klukkan 9 í morgun af eitthverji kerlingu sem þurfti að komast inn í vinnunnni, sem að var ekki vinsælt og nú er ég í helvíti!

en þangað til næst þá bara stay black!

...og næst verður nokkuð fljótlega, ég lofA!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com