Saturday, January 31, 2004

Yo!

hann Guðlaugur Þórarinn Rúnarsson bróðir minn á einmitt afmæli í dag og til hamingju með það! ætli hann sé ekki að fgna um þessar mundir með sniðugum og upplífgandi hætti, allavega býst ég nú við því.

Annars er búin að vera rigning hérna í þrjá daga sem sökkar, en það er nú samt 25 stiga hiti sem er nú annað en á landi ísa og drykkju að mér skylst. En ég þarf víst að lesa þannig að pís át...

Wednesday, January 28, 2004

ok ég er að gera viðskipta verkefni um ísland og var aðeins að skoða en hvað í andskotanum er þetta!
já það er eins og ég hélt Boggi er orðinn of pólitískur, svona svipað og skeði í kosningunum í sumar þar sem lífið gekk út á ksoningar, en ætli það eigi ekki að vera þannig ef maður er í framboði, það er eins og frægur tannlaus maður sagði, "maður byrjar ekki til að hætta."

En annars þá átti GB frændi minn krakka af karlkyni um daginn og skírði hann Daníel Týr, sem var nú ekki alveg samkvæmt því sem að við höfðum rætt, þar sem að ég hafði nú formlega farið fram á að barnið yrði skírt Guðmundur Kristján, en jæja hver er ég svo sem til að segja til um það. En jæja til að bæta úr þessu þá ætla ég bara að kalla piltinn Danna T, þar sem að Daníel er nú ekki alveg að blíva.

en ef þið þekki Gísla eitthvað þá megiði alveg kíkja á heimasíðunna hjá kauða, en hvernig er það er hann Bergvin ekkert með svona Barnaland síðu?

Tuesday, January 27, 2004

Jæja búnir að vera erfiðir dagar hérna undanfarið, á föstudaginn fórum við og fengum okkur aðeisn í glas svonu um 4 um daginn, fórum svo á hokkíleik sem að var helvíti gaman og síðan var haldið á djammið og það var rosalegt, en þar sem að móðir mín sagði að hún lesi þessa síðu þá ætla ég ekki að fara út í nein smá atriði, en vó!

Síðan á laugardaginn var haldið niður á South Beach, ætluðum reyndar á REO Speedwagon tónleika en hættum við. En vorum á South Beach að horfa á FReak show og það var voða gaman, verst að maður var viðbjóðslega þunnur.

En annars er ég bara búinn að vera að lesa og búinn að skrifa 2 ritgerðir sem að var alveg meiriháttar og núna þarf maður víst bara að fara að læra meira....

sá að Borgþór Ásgeirsson sálfræðinemi með eyru er að fara að bjóða sig fram í eitthverju í HÍ, held nú að hann sé bara að gera þetta til að hitta kellingar og fara á fyllerí, en annars er nú ábyggilega betra að kjósa hann heldur en Skapta.

Friday, January 23, 2004

Hey, hey hey!

Jæja þá er maður kominn á framabrautina aftur, er að fara í viðtal á morgun hjá stórfyrirtækinu Integra Fund, sem sér um eitthver Verðbréfa viðskipti og slíkt held ég allavega, en ég held að ég fái vinnuna og ætla rétt að vona það þar sem að þetta er jú óborgað, en fæ credit í skólanum fyrir þetta þannig að það gæti verið kúl, en annars er þetta eitthvað pínku fyrirtæki með um 10 starfsmenn, sem þýðir bara að þeim minna kaffi þarf ég að gefa, eða þannig.

Er annars búinn að vera að lesa heimspeki og það er bara ekkert svo spennandi á köflum, var að lesa Friedrich Nietzsche, þar sem að hann kúkar gjörsamlega á kristna trú og og kristið fólk, í bók sinni The Anti-Christ síðan er það líka ritgerðin hans "God is Dead" sem er álíka spennandi, kannski að Óli Jó ætti að lesa þetta og mótmæla í beinni á RÚV, en það er náttúrulega bara vangavelta...

Wednesday, January 21, 2004

Jæja Sindri til hamingju með afmælið, hann er einmitt 23ja í dag og verður víst svaka veisla hjá Fríðu!

Lag dagsins er Close to me með The Cure
blogga, blogga, blogga...

Ég var nú að velta fyrir mér á þessum tímum þar sem allir eru bloggandi alveg hægri vinstri, hverjir eru svona þessir alvöru bloggarar og hverjir eru bara hálfvitar, eða þið kannski figjurið bara át sjálf hverjir hálfvitarnir eru...

Ég Held að Hjödda pönk og boggi séu svona aktívísku bloggararnir í dag, en þá er það spurning hvort að þar sé ekki fjöldinn að fara með gæðinn eða eitthvað slíkt. Nátturulege er Hjördís kona, eins og nafnið gefur til kynna og þess vegna bloggar hún eins og kona, með eitthver svona konu vandamál og konu lingó, en þó að oft á tíðum sé það of mikið þá getur það nú verið fróðlegt að skyggnast inn í þennan heim vandamála hjá konunum, þannig að hennar síða er bara alveg ágæt.

Síðan er það Boggi, nafnið gefur allavega til kynna að hann sé af karlkyni, en þó er bloggið oft í svipuðum stíl og hjá henni Hjördísi, en hann hefur náttúrulega alltaf verið svoldið öðruvísi.... Hringdi t.d. í mig um daginn og sagði mér að hann hefði farið að Djamma með Ragga Ben einum liðs, og öll vitum við jú hvað það þýðir. En annars mundi ég nú segja að BoggaBloggið væri nú betra en hjá pönkaranum, allavega fyrir karlmenn sem eru bara alveg týndir í heimi kvenna.

Síðan eru nú önnur áhugaverð blogg hjá öðrum minna aktívari bloggurum, eins og t.d. hjá Andra Hugo, Rokk bakaranum mikla, hann talar mikið um rokk og bakstur og svona vandamál hins hversdagslegamanns sem getur oft verið skemmtilegt að lesa...

Þá er það Sindri freyr Ragnarsson, hann er lítill og feitur en á sjöunda ári í framhaldsskóla og er bara að plumma sig vel. Verður 23 á morgun og er gamli maðurinn, en Sindri kemur alltaf með eitthverjar súreralískar sögur um lífi í Eyjum, en Sindri er mikill heimsborgari og dvaldi um tíma í lúxemborg og stundapi þar ljósritun af miklum móð. En þar sem Sindri er það latur þá bloggar hann örsjaldan, en þó er það oft fróðlegt.

Held bara að það séu ekki fleiri áhugaverðir bloggarar á netinu...

Tuesday, January 20, 2004

jæja, vei!
hérna er allt að gerast eins og fyrri daginn, skólinn svo sannarlega byrjaður og allt andskotans vesenið sem því fylgir, djöfull er ég ekki að nenna þessu!

Þarf að gera ritgerð um tilgang lífsins, fyrir heimspeki tíma sem ég er í, ætla að fara að horfa á monty python og sjá hvað þeir hafa um þetta að segja.
Síðan þarf ég að gera kynningu á menningu eitthvers lands fyrir alþjóðaviðskiptafræðitíma, ætlaði nú ekki að gera um ísland, en hugsanlega neyðist ég til þess þar sem ég nenni ekki að lesa um eitthvað annað land...

þannig að nóg af laglegu fjöri hér, en ætla að detta í það á föstudaginn! Er að fara á eitthvern NHL hokkíleik og svaka stuð, þó ég hafi ekki hundsvit á hokkí, en það er víst ekki það sem að skiptir máli

...en ef þú lesandi góður átt eitthverja ritgerð um tilgang lífsins eða eitthvað slíkt þá máttu láta mig vita, eða um kína!

Nettuuur!

Monday, January 19, 2004

Gleðilegan Martin Luther king Jr. Dag!!

Var einmittt frí í skólanum í dag út af þessu merka degi, og er ég búinn að vera að halda hann hátíðlegan í allan dag með því að vinna eins og hinn versti blökkumaður, var að mála eitthverja íbúð fyrir föður minn sem var alveg ólýsanleg stemming.

En annars er ekki mikið að ske hér, var að vinna eins og motherfucker um helgina, en var að fá launahækkun í dag þannig að vúbbídú! annars þarf ég að vera læra alltof mikið núna sem er pirrandi því ég nenni því ekki, en kannski að maður noti mottó Sindra, "hví að gera í dag það sem maður getur gert á morgun!"

pís át

Thursday, January 15, 2004

...Bíddu er þetta ekki bannað?

bara að koma með smá update á það sem ég sagði hér áður, en í kvöld eignaðist Friðberg Egill Sigurðsson, eða týnda flugan eins og hann er svo oft kallaður, ásamt Níu eitt stykki stúlkubarn, sem að er nú skemmtilegt þar sem hann á einmitt afmæli í dag.
jæja eftir ótal margar fyrirspurnir þá hef ég ákveðið að koma með nýja könnun, svona aðeins að tjékka hvaða týpa þú ert svona tónlistarlega séð...

Og já Til Hamingju með Afmælið Bervin Bróðir minn, orðinn 24 ára (kominn með grátt í vanga skilst mér), og síðan á víst eiginkona hans að eignast barn á morgunn, sem mun víst verða af kvennkyni, ég var nú búinn að ræða við hann um að skýra hana Guðmundu en hann var nú ekkert svo hrifinn af því, verð eiginlega bara að tala við Silla Í Brettaverksmiðjunni til að hafa vit fyrir honum!
En svo á hún Agga litla systir mín afmæli á morgun, og verður þá svaka fjör skilst mér.

En heyrðu lag dagsins er The Joker, eða Grettir með Steve Miller Band

Wednesday, January 14, 2004

...jæja, þá er annar yndisslegur dagur að líða og jibbí, fékk meil í dag frá Citigroup sem er stærsta fjármálafyrirtæki í heimi, en ég sótti einmitt um vinnu hjá þeim í New york í sumar, en í meilinu var mér tilkynnt um það að mér hafi verið hafnað, ohhh... eki alveg nógu gott, en ég bjóst nú reyndar ekki við að fá þetta þar sem að þetta var nú aðallega fyrir fólk sem er BÚIÐ með háskóla. En reyndar vann ég hjá þeim hérna í florida, en í allt öðru jobbi, og hætti eftir 3 daga, spurning hvort það hafi haft eitthvað með þetta að gera? En það er jú allavega gaman að því...

Gerði smá feitan brandara á síðunni hjá Bogga sem vakti mikla lukku, en Boggi virtist nú ekki vera ánægður því hann er búinn að taka mig af blogglistanum sínum, sem er hið versta mál. En Boggi minn þú ert ekkert feitur!

og lag dagsins er með A Flock of seagulls og heitir því skemmtilega nafni I ran lagleg sulta það!

Tuesday, January 13, 2004

jæja, ég er með slæmar fréttir og ég er með slæmar fréttir, sem er náttlega ekki nógu gott á svona yndisslegum þriðjudegi. plús það að ég er búinn að vera ógeðslega þunnur og bara ógeðslegur almennt í allan dag, og ég sem ætlaði bara að fá mér tvo!

En þá að slæmu fréttunum, haldiði ekki að konungur knattspyrnunar fyrr og síðar sé að hætta, þetta er náttúrulega áfall, en hann var reyndar farinn frá Arsenal þannig að... En hann er reyndar orðinn 41 árs og búinn að eiga mörg klassa ár í boltanum þannig að ég held að það geti allir verið sáttir.

Síðan er hin, það er allt búið að vera í rústi á heimili mínu undanfarið því að eitthver vatnshitaratankur lak, og náttúrulega við hliðina á mínu herbergi þannig að allt flæddi og yadayadayada, ekki nógu gott og soldið pirrandi, en fengum nýjan hitara þannig að það verður nú ekki skortur á heitu vatni á heimilinu sem er kannski gleðiefni, og þá getur maður kannski tekið jólasturtuna loksins!

En lag dagsins er með stuðbandinu Skid row og heitir I remember you, þetta eru svona gamlar rokkara minningar frá því að maður var 8 ára eða álíka!

Thursday, January 08, 2004

Er bara byrjaður að framkvæma áramótaheitið mitt, sem var að spila meiri íþróttir, fór í körfu í kvöld í fyrsta sinn í nokkra mánuði, og vá! soldið erfitt. En síðan byrja ég að keppa eftir 2 vikur með mínu heitt elskaða ameríska bræðrafélagi, sko ekki VKB heldur Sigep!

En nú koma sorgar fréttirnar, helvítis Limp Bizkit! Var að heyra þeirra útgáfu af Behind blue eyes sem er náttúruleg gamall Who slagari og afhverju þurfa þeir að eyðileggja þetta? held reyndar að svarið við því sé að þeir eru hæfileikalausir aumingjar, þó sérstaklega FRed Durst, þekki hina ekkert persónulega.

En já lag dagsins er Behind blue eyes með The Who andskotinn hafi það.

Síðan var ég að taka eftir einu nokkuð nettu, og nei það er ekki hárið á möller, heldur er það bleiki fíllinn hún Nellý, lagið sko. En það er einmitt lag vikunnar hjá Andra Hugo og þið getið farið og sótt það þar, hann er með svona tæknina á hreinu og svolleiðis. Líka gamann að taka eftir því að Hann er með flesta bloggtitlanna á útlensku, enda er hann útlendingur helvítið á honum!
Jæja þá voru að koma sjóðheitar niðurstöður úr könnun vikunnar sem að gefur mjög skemmtilegar niðusrstöður...

...hvort er það?

Votes
þór..........9% 3
TÝR!.........91% 29

32 votes total

ágætt að vita að það að Týrarnir séu í meirihluta sem lesa þessa síðu!

Annars held ég það sé nú ekki margt um manninn sem að les þessa síðu eftir mikla skriftar kreppu um jólin. En þá er bara spurningin hvað maður á að gera til að vekja aftur þennan gríðamikla áhuga sem kominn var, eða svoleiðis...

Hvað er að ske, hvað er að ske..?

jæja hvur andskotinn, var að skoða myndir úr afmælisveislu Hjalta Einars og Bróður míns Andra Hæá síðunni hans sæþórs, til hamingju með afmælið bytheway Andri! En vá hvur andskotinn hvað mér brá þegar ég sá þetta ég hef nú séð hann Sindra ógeðslegan áður en held að þetta sé nú allavega á topp 3 listanum. Síðan var Hæarinn líka orðinn svona kvennlegur, þannig að þetta er spurning hvort þetta sé í vatninu eða þá að rokkið sé að koma aftur, en þó veit ég það að hann sindri er nú meira fyrir póstdramatískt Teknó og söngleiki, en einnig er hugsanlegt að fólk hafi hætt að taka eftir honum Sindra í þessu fáu skipti sem hann stendur upp úr rúminu þannig að eitthvurn veginn varð hann að vekja á sér athygli, kannski að gamla "labba um utandyra á nærbrókinni" trikkið virki ekki lengur. En þó held ég að líklegasta skýring á hár lengd hans sindra sé einfaldlega að hann hafi bara ekki nennt í klippingu, því hann er jú latasta dýr sem enn stendur á jörðinni!

Wednesday, January 07, 2004

jæja, þá er maður kominn aftur!

vona að allir þessir tveir sem lesa síðuna séu glaðir, en málið er það að helvítis kapallinn hjá mér bilaði um miðjan des, sem þýddi að hvorki netið né sjónvarpið hjá mér virkaði, og síðan var þetta loksins lagað í síðustu viku og þá var voða gaman.

En ég var reyndar að koma heim í dag eftir 3 daga ferðalag til Gainesville, sem er í norður florida og var að skoða skóla sem ég ætla í í haust og svona menninguna bara og svoleiðis, held að þetta verði geðveikt, líst allavega alveg nokkuð vel á þetta, nema að það var 2 stiga frost í morgun þegar ég vaknaði, en ég harkaði það nú af mér, hljóp út í bíl og keyrði bara suður á bóginn! fyrsta skipti síðann síðasta Janúar sem ég lendi í frosti!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com