Wednesday, February 25, 2004

Jæja þá, lenti í riskyngum við lögin í morgun, eða svoleiðis var stoppaður á 96km hraða þar sem að hámarkið var 50 og held að löggan hafi bara haft rétyt fyrir sér. En þetta var nú mín fyrsta hraða sekt þannig að ég er enn góður drengur, en þarf núna að hringja í lögfræðingin hans pabba og láta hann redda þessu svo að ég fái nú enga punkta á minn flekklausa feril!

En nú er maður ekkert búinn að vera duglegur að blogga sem að er kannski ekki nógu gott þar sem maður fær fjölmarga lesendur hér inn á hverjum degi (allavega 5-6) þannig að maður verður að taka sig á. En maður er jú búinn að vera upptekinn, held að ég sé bara kominn í fast samband og búinn að vera í því í um 3 vikur skilst mér sem er náttúrulega bara hið besta mál frá flestum hliðum séð held ég, þangað til annað kemur í ljós.

En nú þarf maður að velja lag dagsins sem að pönkarinn er ekki að hlusta á þannig að lag dagisns er (dambar ramm) Með stór hljómsveitinni Porno For Pyros og heitir lagið Pets sem er svona létt ballaða með suður Amerískum áhrifum...


Annars bara pís át!

Monday, February 23, 2004

Var að hlusta á Xið um daginn og bara í góðum fílíng og heyrði hérna lagið Mad World með eitthverjum Gary Jules sem er víst a'ð gera allt vitlaust um þessar mundir, en þetta er einmitt cover af laginu með Stórsveitinni Tears for Fears. Verð nú eiginlega að segja að þessi útgáfa er bara nokkuð góð, en náttúrulega þá kom orginalið út 1982(því herrans ári) og er ekki alveg að standast tíman tönn(þveröfugt við annað sem kom út sama ár) eins og maðurinn sagði!

En allavega þá er lag dagsins Mad world með Tears For Fears!
Jæja þá er maður kominn aftur eftir langa og erfiða helgi, Er loksins búinn að kaupa miða á Bowie tónleikana sem verða í Maí en fengum samt shitty miða sem er náttúrurlega ekki nógu gott. Annars sá ég að Kraftwerk væri á leiðinni til íslands sem er náttúrulega ekkert annað en kickass, væri nú til í að fara á það en...
Var einnig að sjá það að Bowie verður á hróarskeldu sem er nú merkilegt nokk!

Wednesday, February 18, 2004

Lag Dagsins verður að vera Last Goodbye með Jeff Buckley, magnaður andskoti!
Jæja þá eru prófin búin í bili og það var aðeins farið og fagnað í gær, fórum í létta menningarferð, ekkert fyllerí sko bara fá létta menningu. Fórum á Tékkneskan veitingastað, fengum okkur tékkneskan mat og Tékkneskan Bjór, Staropramen sem er einn af betri bjórúm í þessum ágæta heimi. En síðan var farið á írskan bar og fengið sér nokkra Guinnesa. Og að því loknu þá var farið á ljóðakvöld á dada´s sem að var mikið gaman og mikið fjör. Svona aðeins öðruvísi ljóð en þessi neoklassísku sem maður var inn í hér á sínum tíma. Síðan endaði kvöldið á maður hringdi á ítalskan stað og pantaði flatböku að ítölskum sið. Þannig að á þessu kvöldi gjörsamlega saug maður í sig menninguna sem að var mikið gaman og mikið fjör!

Tuesday, February 17, 2004

Mánudagur, mánudagur!
Já það er nú búoð að vera laglegt stuð hérna meginn um helgina og í gær, var að vinna 46 tíma um helgina og það var brjálað að gera og á sunnudagskvöldið var ég dauður! (komst líka að því að vinnan mín er með heimasíðu ef þið viljið sjá) En nei síðan í dag, þriðjudag er ég í 2 prófum og þarf að skila ritgerð. þannig að ég var allan daginn í gær að læra og er enn að! og uhh...

Þó er nú margt annað að ske sem að ég kem kannski inn á seinna, En lag dasins maður, það er Bungle in the Jungle með stór sveitinni Jethro Tull maður!

Thursday, February 12, 2004

Jæja er ekki bara allt gott að frétta? Ég ætla bara rétt að vona það, en annars er maður bara hérna að læra og voða fjör. Síðan er maður líka búinn að vera að spá í því hvort maður eigi að vera á íslandinu í sumar, og eiginlega þá held ég ekki, það yrði hugsanleg mjög gaman en að öllum líkindum tilgangslaust, en þó er ekkert ákveðið, nenni varla að fara að vinna á kaffi maría aftur allavega, þó þeir séu vissulega með bestu pizzur í eyjum og ágætis starfsfólk! Það var nú ekki leiðinlegt að vinna með Gunnari Heimska sko! æææ...

En lag dagsins er Inside Out með stórgrúbbunni Eve 6, þetta er nú svona gamall slagari sem gaman er að hlýða á á köldu vetrarkvöldi mundi ég segja.

...og já, ég tók Andra Hæ bróður minn út því hann er hættur að blogga virðist vera, en setti inn þennan yndisslega South Park link þar sem hægt er að niðurhlaða þáttum og fleira skemmtilegt.

Wednesday, February 11, 2004

...er Valli týndi fundinn?

...eða er þetta bara Geirfinnur þó myndi ég giska á að þetta sé Færeyskur sjómaður sem heitir Níels.

En annars er nú alltaf gamann ef að eitthver er drepinn á Íslandi þannig að við höldum bara í vonina.

Ok hvursu heimskulegt er að vera með svona húðflúr, er fólk fífl? ja það lýtur allavega út fyrir það, en annars þá finnst mér persónulega ekkert vitlausara að vera með tilgangslaust húðflúr, eins og Nike merkið, eða bjór tegund, eða þá eitthvað kínverskt merki sem þú heldur að þýði eitthvað kúl, vegna þess að þú ert kúl náungi! ohhh....


Annars er ég að reyna að gera ritgerð um transubstantiation, sem þýðir víst eðlisbreyting á íslenskunni, og þetta er algjörlega tilgangslaust rusl, en þannig er það!

Tuesday, February 10, 2004

jæja, ég var að komast að því að meistarinn sjálfur David Bowie var að tilkynna nýja tónleika staði og viti menn einn er hérna í Miami þannig að JESS! þeir eru þó reyndar ekki fyrr en 6. maí en það er nú bara fínt, þá verður maður búinn í skólanum og fínt, en það er bara eins gott að maður fái miða því mér dettur í hug að það verði ekkert allt of mikið framboð af þeim. En sem lýðræðislega kjörinn forseti Bowiekórs Vestmanneyja þá verður maður nú að mæta.

...og af þessu tilefni þá er lag dagsins Moonage daydream með meistara Bowie

Monday, February 09, 2004

jæja þetta var erfið helgi, ég held að ég sé nú bara ennþá frekar mikið þunnur sem er ekki nógu gott. allavega þá fórum við út á lífið á laugardaginn og það kom ein stelpa úr vinnunni með, sem að er svona tæknilega séð yfirmaður minn og það var gaman en síðan leyddi eitt af öðru og endaði með því að nú er ég í soldið skrýtni aðstöðu, veit ekki alveg hvað ég ætti að gera? kannski eins og segir í kvæðinu should i stay or should i go now? það er jú spurningin. En vandamálin eru jú til að takast á við þau eins og hún Stella í orlofi sagði hér í denn...

Saturday, February 07, 2004

ó...

jæja það er víst búið að laga tönnina á mér, þannig að ég var nú ekki tannlaus nema í 13 tíma sem var bara gamann, er reyndar baras me eitthvað bráðarbirgða núna því að það er verið að smíða alvöru tönnina, en þetta bráðarbirgða lítur þó bara nokkuð pent út. og þetta varð ekki eins dýrt og ég hélt, endaði um 150 þúsund og þá kom það sér ágætlega að eiga góðan föður að baki eða svoleiðis þannig að allt þetta er nú bara búið að reddast og ég er orðinn fallegur sem aldrei fyrr, ég veit að þið eruð að spyrja ykkur, "er hægt að gera hann fallegri?" ja ég verð að segja að þetta kom mér bara á óvart líka en....

pís át!

Friday, February 06, 2004

stórfréttir!!

já var að horfa á Bush og félaga áðan, ok þeir eru með liggur við met fjárlagahalla og hverjum kenna þeir um jú Bill Clinton, þvílíkt og annað eins kjaftæði hef ég ekki heyrt í langann tíma. ég meina clinton var einn af betri forsetum í sögunni og 3 ár síðan að hann var við stjórn, síðan er Bush að fara í stríð af engri ástæðu og ekki nóg með það, nei um að gera að eyða $15 billjónum í að senda mann til mars, ég meina fokking vúbbídú! þvílíkt kjaftæði!

...En það sem er annað í fréttum er að líkt og félagi minn Sigurður Björn Oddgeirsson já þá reyndar brotnaði í mér framtönnin, reyndar bara helmingurinn, og þetta er fyndnasta sjón í heim! En annars var ég að keppa í körfu og búinn að taka mér fína stöðu fyrir ruðning og helvítið hljóp beint á mig með olnbogann í kjaftinn á mér og vadan! tönnin brotnar, þó þótti mér fyndið að ég hélt áfram að spila á meðan að hinn gaurinn sem klessti á mig fór á sjúkrahúsið. En í fyrramálið ætla ég að tjékka hvað ný tönn kostar hér og hvað hún kostar á landi ísa og ýsna, þannig að það getur velverið að íslandsför í boði föður míns sé í vændum, vona það allavega, ef svo er þá kem ég eftir helgi....

annars bara stay tuned

Thursday, February 05, 2004

var að gera nýja könnun, en sú síðasta sýndi nú að rokkararnir eru nú í meiri hluta að skoða þessa síðu, en þó læddust þarna inn nokkrir hommar/lesbíur með sem ég bjóst nú ekki við, annars var hún frekar slöpp, vona bara að sú nýja sé betri!

...og lag dagsins er stórsmellurinn Tempted með stór grúbbunni Squeeze
vildi nú bara benda öllum á að fara inn á eyjafréttir.is þar sem að þeir eru með könnun "Hvaða þingmaður hefur staðið sig best á kjörtímabilinu?" og kjósið nú Guðjón Hjörleifsson, afhverju? spyrjið þið kannski. vegna þess að ég segi það! væri mitt svar!

Wednesday, February 04, 2004

Jæja það er bara merkisdagur í dag, en einmitt þennan dag 4. Febrúar 1977 kom út ein besta plata og ábyggilega ein mest selda plata allra tíma. Platan Rumors með Fleetwood Mac og í tilefni þess þá er lag dagsins The chain með fleetwood mac sem að er jú yndisslegt lag, sem fjallar um baráttu góðs og ills um...

Tuesday, February 03, 2004

Heyrðu, hvað er að frétta?

...en ég ætla nú að stela hjá Hugoinum og hafa þetta sem lag dagsins, Time með Pink Floyd sem er náttúrulega ekkert annað en bara skemmtileg ballaða með rómatísku yfirbragði, styttist nú í dag Valentínusar og maður er farinn að plana...
Davíð Oddsson er mesti töffari í heimi!
jæja sá að það var mikil umræða um síma hjá honum borgþóri, og égt er með smá svona um það toppikk! Var einmitt að kaupa þennan stórglæsilega Nokia síma 6610 held ég sem er bara nokkuð nettur, en ég var nú alltaf yfirlýstur stuðningsmaður Ericsson, en þó ekki Sony-Ericsson, n.b. en maður verður þá víst að segja sig úr ericsson genginu. En ég var nú búinn að eiga 4 ericsson sem enduðu allir í rusli, týndi ekki neinum, en eftir að þetta varð sony- þá er þetta bara rusl!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com