Wednesday, April 07, 2004

jójójó!

hvað er þá að frétta minn dyggi lesandi? það var nú slegi'ð á létta strengi hér í síðasta bloggi og komið með bara aprílgabb sem vakti mis mikla athygli. Móðir mín hringdi í mig alveg himinlifandi mér til mikillar undrunnar, en ekki var hún svo ánægð þegar ég sagði "ahaha! 1. Apríl!" þó þetta hafgi nú skeð þann 2. Apríl, en síðan hringdi hún aftur í mig daginn eftir til að tjékka hvort ég hafi verið að ljúga eða ekki bara til að vera sjúr, og varð hún þá aftur hrygg!
En ég verð nú að segja það að húm móðir mín les þetta sem mér finnst ekki nógu gott þar sem það heftir mitt mál að miklu leyti og ekki getur maður látið allt flakka, og ekki held ég að þetta sé normalt eða? En hvernig í andskotanum komst hún að þessu?

annars er bara allt í gúddí hér, búið að vera mikið lært og unnið og það eru að koma páskar, en ekkert páskafrí hér að sjálfsögðu, djöfull man ég þegar maður var vanur að fara í njálsbúð alltaf 2. í páskum, það voru dagarnir.

Fékk mér dikinn með Franz Ferdinand sem heitir Franz Ferdinand og hann er bara drullu góður, mæli þá mikkið með lögunum Matinee og Jacqueline.

Annars bið ég bara að heilsa og eigiði náðuga daga!

p.s. ætla að skella upp nýrri könnun á næstunni...

Thursday, April 01, 2004

Þú byrjar ekki til að hætta sagði eitt sinn vitur maður!

já það er víst stund síðna maður hefur ritað sína þungu þanka hér á þessa síðu, en jæja.
nú er bara minna en mánuður eftir af skólanum og maður byrjaður að hugsa um sumarið, er búinn 29. Apríl og tók þá ákvörðun einmitt í gær að vera á landi ísa og myrkurs í sumar og ég (pabbi)keypti mér einmitt miða um daginn og mun ég lenda á afmælisdegi hennar Guðfinnu í apótekinu og verður þar af leiðandi vonandi mikið húllum hæ, síðan er aldrei að vita nema að þeir hæ feðgar, óli og andri detti inn en það á þá bara eftir að koma í ljós.

En þarf að koma nokkrum lögum dagsins út sem að eru geggjjjuð!

The Boxer - Símon og Garfúnkel

Comfortably Numb - Pink floyd, heyrði það einmitt í skemmtilegum flutningi á eitthverjum bar í N-karólínu bara tekið á balli og læti í stemmmingu bara.

ahh, ef þið fylgist eitthvað með South park þá er 8unda serían einmitt nýbyrjuð og er það nú skemmtilegt að alltaf daginn eftir að hver þáttur er frumsýndur þá er hægt að ná í þáttinn hér og nokk hratt líka sem er jú laglega kúl, þannig að geriði það aumingjarnir ykkar, eða var þetta kannski full hart, en annars það sem að af er af þessari seríu þá er hún sú allara slappasta en samt gaman a´ð því.

annars mun ég rita meira seinna en það vill svo óheppilega til að í dag er ég eiginlega allt of þunnur sem er mjög leiðinlegt og mér líður ekki vel.

...pís át!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com