Friday, October 15, 2004jæja þá eru hlutirnir að ske, þessi mynd að koma í bíó og er meira að segja að fá nokkuð góða dóma, verð að fara að sjá hana, myndina sko!

Geggjað!

P.S. hlusta alltaf á Bylgju fréttirnar í vinnunni og Gaupi og flest allir fréttamenn bylgjurnar eru hálfvitar!!! Fyrir utan náttúrulega Steina feita frænda minn!

Friday, October 08, 2004

GUÐLAUGUR!!!

Jæja bara búið að ráða eitthvern Guðlaug sem þjálfara ÍBV, og Hafnfirðing þar að auki, hvílík hneisa.... eða hvað?

Sko ég vill meina að nafnið Guðlaugur feli í sér mikla hæfileika, og sem dæmi skal ég nefna eftirfarandi:

Guðlaugssundið sem að hann Guðlaugur synti hér um árið áður, og hann er góður vinur hans Magga Breta sem er nú hægara sagt en gert.

Guðlaugur Þórarin Rúnarsson er nú goð á meðal þeirra ágætu manna sem að þekkja hann, og hvílík hetja sem að sá maður er! Meðal annars eru nú margar hetjusögur af honum á Spáni þar sem að hann átti vingott við margan kvennmannin og meðal annars (að sögusgnir herma) barnaði eina blökkustúlku, og er náttúrulega ekkert nema gott um það að segja! Semsagt það sem ég er að segja er að Guðlaugur, eða Tóti Bróðir eins og hann kýs að kalla sig er frábær náungi sem að hefur afrekað margt og mikið, þótt að hann eigi ekki Lang Ömmu (FÍFLIÐ ÞITT!!!)

En semsagt niðurstaðan mín er að Guðlaugs nafnið hefur alltaf gert Vestmanneyingum gott og mun að öllum líkindum halda áfram að gera svo, þannig að ÍBV verður íslandsmeistari/Bikarmeistari á næstu 2 árum spái ég.

Og Lengi lifi Guðlaugarnir!!!

PS. Lag dagsins, tileinkað Tóta Bróður er: PART TIME LOVER með STEVIE WONDER og kannast við það hver sem vill!

pís át!
Lengi lifi VKB!!!
Kerry Rúlar!


Jæja gott fólk þá fer að líða að kostningum og einnig að jólum, og hvern ætlið þið að kjósa? Jólasveinin eða Kerry? En þar sem að þið getið ekki kosið! ekki frekar en ég þá getiði væntanlega bara þagað! (Ok! AHR ég veit að þú getur kosið að kjósa) Ég var nú að horfa á umræðurnar á milli þeirra félaga og Jón Kerry rústaði þessu eins og við var að búast kannski, vegna þess að Georg Búsh er asni!

En annars pís át!

Saturday, October 02, 2004

Jæja..!

Hvað er að frétta, er nú aðeins að slaka á hérna..

Fór í 6 klukkutíma próf í morgun, var í Connecticut og Nýju Jórvík (Stóra eplinu)í síðustu viku sem að var mikið gaman, segi vonandi meira frá þessu á morgun, eða allavega seinna, pís át.!

ó, lag dagsins: Not Falling Apart með Maroon 5, veit ekki hvort þetta sé rétt nafn en hljómar vel.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com