Wednesday, June 15, 2005

Útskrift, og síðan skóli!

Jæja gott fólk, mér langar nú að nota þetta tilefni til að bjóða flestum ykkar í útskriftarveislu mína sem verður haldin þann 12, Ágúst næstkomandi, veislan verður í húsakynum mínum í Boca Raton.

En allavega þá útskrifast ég 12. Ágúst með B.A. í alþjóðaviðskiptafræði eftir 4 ára nám, og þá verður gaman.
En kannski eitthverjir muna að ég var eitthvað að minnast á lögfræði um jólin, og það vill svo skemmtilega til að ég komst inn í lögskóla. Nánar tiltekið Florida State University College of Law, sem að er í Tallahassee í Norður Florida og er lagleg sulta og alveg mjög góður skóli, veit ekki alveg hvernig mér tókst að komast inn. En allavega þá byrja ég þar 17. Ágúst og þarf að vera fluttur þann 15. Þannig ég hef bara þrjá daga að flytja og þetta er um sjö tíma frá þar sem ég bý núna, þannig það verður mikið að gera í Ágúst og ég get gleymt því að mæta á þjóðaran sem ég var nú farinn að spá í!!!

En þetta verður mjög gaman og virkilega erfitt og það er eins gott að þetta borgi sig, þar sem maður á nú eftir að verða stórskuldugur hjá LÍN, en þetta reddast!!!

Annars bara pís át!

Tuesday, June 14, 2005

Bíó tríó

Jæja, Andri skora víst á mig til að gera 3 pósta á viku í 3 vikur, veit ekki betur en að það myndi vera 9 póstar samanlagt.

En annars þá fór ég í bíó í gær að sjá The Longest Yard með Adam Sandler og Chris Rock, sem var alveg nokkuð góð sko. En samt svona mjög svipuð og allar hina Sandler myndirnar, bara með svone nettu Chris Rock negra brandara bragði.
En annars sá ég myndina The Interpreter fyrir nokkrum vikum og hún er nú alveg laglega góð, var mikið hrifinn af henni.

En hérna sá líka previewið fyrir Batman Begins, og sá nokkur atriði sem myntu nú vel á land gráleika og eymsku, og var nú kominn að þeirri niðurstöðu að þetta væri tekið upp á Íslandi. var að spá hvort að það væri rétt, getur eitthver af tvemur lesendum mínum upplýst mig um það?!

...annars pís át bara

Saturday, June 11, 2005

Bíddu víst ég er hérna...

Af hverju er ég ekki með svona gummi.vinirketils.com, er eitthvað verið að mismuna fólki hérrna!?

Er þetta vegna þess að ég er svartur?

Jæja Andri nú er kominn tími til að svara til saka!

....er það kannski vegna þess að það les þetta engin og það væri svokölluð "tímasóun", neeee...
Biddu hvað er að ske hérna!?

Það virðist sem að aðsóknin á þessa síðu sé eitthvað að fara niður á við, ekki veit ég afhverju, en gæti verið að það sé vegna eitthvurs skítkasts sem maður hefur verið að fá frá vissum aðilumn.

En eins og ég sagði þá veit ég ekki, hugsanlega honum Siglufjarðar Geira að kenna.

Annars þá hef ég snúið aftur, og mun blogga blogga blogga.

Beibí

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það eðlilegt að hún móðir mín skoði þessa síðu oftar en margur annar?
Nei
hef ekki skoðun og ætti þess vegna ekki að kjósa!
Sko Guðmundur ég hef nú hitt hana móður þína og fátt í hennar fari gæti talst eðlilegt!
Free polls from Pollhost.com